Skólahópur á skóladagheimili

Í dag var heldur betur glatt á hjalla á skóladagheimilinu okkar þegar elsti árgangur leikskólans kom í heimsókn á skóladagheimilið. Þar sem komandi 1. bekkur er ansi fjölmennur var hópnum skipt í tvennt og mun seinni hópurinn koma í heimsókn að viku liðinni.

Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.

-EH