Eins og flest vita er söngstund á yngsta stigi einu sinni í viku þar sem sungin eru hin ýmsu lög
Það er mjög sniðugt að nota söng í kennslu en með þessum hætti læra börnin stafrófið á skemmtilegan hátt með því að syngja stafavísuna og tíuvinina með því að syngja tíuvinalagið og margt fleira sem nýtist þeim í bóklega náminu.
Í dag var söngstundin aðeins öðruvísi en það var svokölluð bangsasöngstund þar sem alþjóðlegi bangsadagurinn er á morgun. Af því tilefni voru sungin alls kyns bangsalög bæði með og án undirspils.
Söngstundin í dag var þó extra fjölmenn þar sem skólahópur var með okkur. Það var mjög gaman að taka á móti þeim fjölmenna hópi, en það eru hvorki meira né minna en 24 nemendur í skólahóp. Söngstundin gekk frábærlega og það var virkilega gaman að sjá og heyra hversu vel skólahópur tók undir í söngnum.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað