Skólaslit 2024

Skólaslit Grunnskólans Hellu voru í dag þann 31. maí 2024 klukkan 11:00 í íþróttasal skólans.

Það var árgangur 2008 sem útskrifaðist frá skólanum þetta vorið. Við óskum þessum fámenna og skemmtilega hópi velfarnaðar í þeim verkefnum sem þau munu taka sér fyrir hendur, þeirra verður sárt saknað.

Birta á bókasafninu fékk öll þau börn sem luku við bókaklúbba á árinu upp á svið, samtals 32 talsins. Það er gaman að segja frá því að það voru 10 börn sem luku við bókaklúbba á síðasta skólaári. Frábært hversu margir njóta þess að lesa í bókaklúbbunum og hvetjum við öll til þess að vera dugleg að lesa í sumar, bæði börn og fullorðna. 

Þrír starfsmenn létu af störfum í ár, þær Inga Lára Ragnarsdóttir, Anna Guðlaug Albertsdóttir og Guðrún Anna Tómasdóttir. Við þökkum þeim kærlega fyrir vel unnin störf. Þess má geta að Guðrún Anna Tómasdóttir, eða Gunna gangó eins og hún hefur stundum verið kölluð, hefur starfað við skólann í 41 ár. Það verður líklega skrítið að mæta til starfa í haust án Gunnu okkar en við óskum henni og þeim Ingu Láru og Önnu Gullu velfarnaðar.

Hér má sjá myndir frá skólaslitunum

-EH