Skólinn hefst að nýju

Þá er komið að því að skólinn hefjist!
Samkvæmt skóladagatali verður skólasetning Grunnskólans Hellu þriðjudaginn 24. ágúst nk. kl. 11:00 fyrir alla nemendur.

Vegna Covid fer hún þannig fram að nemendur 1. og 2. bekkjar mæta til að byrja með í íþróttahúsið ásamt foreldrum sínum (mikilvægt að foreldrar séu með grímur) og fara síðan í fylgd umsjónarkennara í sínar stofur. Nemendur í 3.-10. bekk mæta beint inn í skóla án foreldra. Þar taka umsjónarkennarar á móti þeim og fylgja inn í sínar stofur þar sem þeir afhenda stundatöflur og fara í gegnum starfið framundan. Gert er ráð fyrir að þetta taki 30-40 mínútur.

Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.

Skólabílar munu sækja nemendur vegna skólasetningar og aka þeim heim þegar henni lýkur.

Skráning á skóladagheimilið fyrir nemendur í 2.-4. bekk fer fram nk. mánudag og þriðjudag í síma 866-5992 (Lovísa) eða með því að senda tölvupóst á netfangið lovisa@grhella.is. Hún veitir þá frekari upplýsingar varðandi starfsemina. Foreldrar 1. bekkjar nemenda fá afhent skráningarblað þegar þeir mæta í viðtal hjá umsjónarkennara.

Skóladagheimilið opnar miðvikudaginn 25. ágúst fyrir nemendur í 2.-4. bekk, en nemendur 1. bekkjar geta mætt frá og með fimmtudeginum 26. ágúst þar sem þeir eru í foreldraviðtölum fram að því.