Það var heldur betur glatt á hjalla við setningu skólans okkar í dag.
Nemendur mættu útiteknir, brosandi og nokkrum númerum stærri ásamt foreldrum sínum í íþróttahúsið klukkan 11 í morgun þar sem Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri hélt stutta tölu. Í ræðu hennar kom meðal annars fram að nemendum við skólann hefur fjölgað um tæplega þrjátíu frá því í vor og eru nú orðnir 178 talsins.
Eftir að skólinn var settur skunduðu kátir nemendur, ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum, í kennslustofur sínar og fengu afhentar stundaskrár.
Á meðfylgjandi mynd má sjá 1. bekk ásamt starfsfólki. Myndin var tekin á setningu skólans í morgun.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað