Slæm veðurspá

Ákveðið hefur verið að skólabílar aki heim kl. 12:45 í dag vegna slæmrar veðurspár.
Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með fréttum af veðri sem gæti haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Þegar um gula eða appelsínugula viðvörun er að ræða leggja forsjáraðilar sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í/úr skóla/skóladagheimili. Mikilvægt er að fylgjast með tilkynningum frá skólanum vegna skólaaksturs vegna þeirra barna sem taka skólabíl.
Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla/skóladagheimili vegna veðurs þá skulu þeir tilkynna það til skólans og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.