Þegar desember gengur i garð er óhætt að segja að spennustigið innan veggja skólans hækki verulega. Stemningin í skólanum verður hátíðlegri strax 1. desember þegar allir mæta í jólapeysum. Í framhaldinu verður undirbúningur fyrir jólaskemmtun, jólakortagerð, jólasöngstundir og jólaföndur stór hluti af starfinu. Spennan eykst enn frekar þegar jólasveinarnir þramma til byggða og lauma glaðningi í skó barnanna.
í öllum þessu jólaundirbúningi verður stundum meiri æsingur í nemendum og til þess að bregðast við því hafa kennarar og nemendur 2. bekkjar tekið upp á því að bæta slökunaræfingum inn í daglega rútínu. Þetta hefur gefist vel og hafa þau ákveðið að halda áfram með slökunina á nýju ári. Hrafnhildur, Rakel og allir nemendur 2. bekkjar mæla með því að allir taki sér nokkrar mínútur á dag í smá slökun.
Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá nemendur 2. bekkjar í einni slökunarstundinni.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað