Spennandi söfn nemenda prýða bókasafnið

Verkefnið „Safnari vikunnar" er nú í gangi á bókasafni skólans og hefur vakið mikla lukku meðal nemenda. Verkefnið, sem hófst í vetur, gefur nemendum tækifæri til að deila áhugaverðum söfnum sínum með skólafélögum.

Fimmtán nemendur hafa þegar tekið þátt og sýnt fjölbreytt söfn sín. Það er gaman að sjá hversu ólík áhugamál nemendur okkar hafa og hvernig þeir setja upp sýningarnar sínar af natni og metnaði.

Verkefnið heldur áfram og hlökkum við til að sjá fleiri spennandi söfn á næstunni. Áhugasamir nemendur geta haft samband við Birtu á bókasafninu.

Hér má sjá myndir af öllum þeim nemendum sem sett hafa upp sýningu það sem af er vetri