Stærðfræðigleði í skólanum

Í dag var mikil gleði í loftinu þegar skólinn hélt upp á Dag stærðfræðinnar í fyrsta skipti. Nemendur á öllum stigum tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum stærðfræðiþrautum, þar sem þeir unnu saman þvert á bekki innan hvers stigs fyrir sig.

Stemningin var frábær og nemendur leystu þrautir af mikilli gleði og áhuga. Til að gera daginn enn eftirminnilegri fengu allir þátttakendur glaðning í lok dags - muffins, sleikjó og buff.

Við vonum að þessi nýjung verði árlegur viðburður í skólastarfinu.

Hér má sjá myndir frá deginum.