Stjórn Odda bs. hefur ákveðið í samráði við stjórnendur grunnskólanna í sveitarfélaginu, Grunnskólann Hellu og Laugalandsskóla að það verði starfsdagur í báðum skólunum á morgun, mánudag. Það er gert til að tryggja stjórnendum og öðru starfsfólki skólanna svigrúm til að skipuleggja skólastarfið í samræmi við reglugerð stjórnvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir í grunnskólum landsins sem tekur gildi miðvikudaginn 4. nóvember nk.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað