Suðurlandsmeistari í skólaskák

Grunnskólinn Hellu getur nú státað sig af því að eiga Suðurlandsmeistara 8.-10.bekkjar í skólaskák . 
Jón Elli Bjarkason í 8.bekk gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum aldurshópi. 
Mótið fór fram 2.apríl síðastliðinn í Laugalandsskóla og var keppt í þremur aldursflokkum, 1.-4. bekk,  5.-7. bekk og 8.-10. bekk.
Sigurvegari hvers flokks fær keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Ísafirði í byrjun maí.
 
Innilega til hamingju Jón Elli