Í dag var þorrablót í skólanum okkar.
Þorradagskráin hófst á þorrasöngstund í kringlunni okkar þar sem nemendur hófu röst sína og sungu af mikilli innlifun. Í framhaldinu fóru allir nemendur og starfsfólk skólans auk skólahóps í íþróttasalinn í þorramatinn sjálfan. Maturinn bragðaðist frábærlega og tóku allir vel til matar síns.
Það er hefð í skólanum okkar að 4. og 7. bekkur komi fram á þorrablótinu. 7. bekkur er iðulega með upplestur og æfir sig þannig fyrir stóru upplestrarkeppnina. 4. bekkur í ár dansaði fyrir áhorfendur og var með frumsaminn texta við lag Iceguys "þessi týpísku jól" en bekkurinn kallar lagið sitt "þetta týpíska blót". Kristinn Ingi skólastjóri lánaði 4. bekk rödd sína og söng lag bekkjarins á upptöku sem var svo spiluð undir á danssýningunni. Það er óhætt að segja að atriðið hafi slegið rækilega í gegn, ekki síst lagið "þetta týpíska blót".
Í þessu myndbandi má sjá stemmninguna, hluta af dansinum og að sjálfsögðu heyra lagið "þetta týpíska blót".
Njótið
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað