Tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands

Í dag var nemendum í 3. og 4. bekk boðið á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands í safnaðarheimilinu á Hellu. Þar var m.a. flutt verkið „Pétur og Úlfurinn“ eftir Sergei Prokofieff þar sem Felix Bergsson var sögumaður. Í lokin sungu allir saman af krafti lagið „Það vantar spýtur og það vantar sög“. Það er ekki amalegt að eiga þessa flottu hljómsveit hér á Suðurlandinu. Bestu þakkir fyrir okkur.