Nokkrir nemendur á elsta stigi skólans hafa tekið frumkvæði að því að spila á ýmis hljóðfæri í frímínútum og gleðja þannig samnemendur og starfsfólk skólans með lifandi tónlist.
Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að sjá nemendur okkar nýta hæfileika sína á þennan hátt. Tónlistin skapar jákvætt andrúmsloft og styrkir félagsleg tengsl enda hafa fleiri nemendur sýnt áhuga á að taka þátt og hópurinn smá stækkar.
Við erum rík af hæfileikaríkum nemendum sem spila á hin ýmsu hljóðfæri og syngja eins og englar. Við vonum svo sannarlega að þessi skemmtilega nýbreytni festi sig í sessi í skólanum okkar.
Takk frábæru nemendur fyrir að gera andrúmsloftið innan veggja skólans enn betra :)
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað