Trommur og trompet í söngstund

Í söngstund á yngsta stigi í dag fengum við að sjá og heyra í trommum af ýmsum stærðum og gerðum. Það voru þeir Hrafnkell Frosti í 5. bekk og Elmar Breki í 6. bekk sem báðir æfa eða hafa æft á trommur sem létu ljós sitt skína og uppskáru mikið lófaklapp. Einnig fengum við að hlusta á Hafdísi Laufeyju í 7. bekk spila á trompet en hún spilaði fyrir okkur lagið hennar Línu Langsokk. Börnin á yngsta stigi horfðu á full aðdáunar og færri komust að með spurningar en vildu. Virkilega vel heppnuð söngstund.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Hrafnkel Frosta, Elmar Breka og Hafdísi Laufeyju