Í nýsköpun fá nemendur að spreyta sig við ýmis verkefni. Að þessu sinni fólst verkefnið í að reyna að byggja turn úr spagettíi og sykurpúðum.
Tveir hópar, stelpur gegn strákum (að þeirra ósk), voru myndaðir og fengu jafnt efni til bygginga. Reglurnar voru þannig að turninn þurfti að ná að standa óstuddur af nemendum í a.m.k. 5 sekúndur meðan kennari mældi hæð turnsins.
Spennandi keppni fór fram þar sem strákarnir náðu með framúrskarandi samvinnu að byggja 74 cm turn og áttu því sigurinn.
Myndir segja meira en þúsund orð:
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað