Þá er desember genginn í garð með öllu sínu hátíðlega uppbroti.
Í dag var jólafatadagur í skólanum, fyrstu bekkirnir fengu óvænt boð í Kakókot og sameiginleg jólasöngstund var í kringlu skólans. Söngstundin var notaleg og tóku flest börnin vel undir. Við erum einnig heppin með starfsfólk og stjórnendur í skólanum okkar sem er hvert öðru færara í hljóðfæraleik og söng. Það voru þau Kristinn og Kristín sem spiluðu á hljómborð og gítar og stöllurnar Hófí og Valgerður spiluðu sömuleiðis á hristur, trommur og hljómborð.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað