Í síðustu viku fór 10. bekkur í útskriftarferðina sína sem var vægast sagt vel heppnuð í alla staði.
Ævintýrið byrjaði á Suðurlandi með svifvængjaflugi og Zipline í Vík í Mýrdal, flúðasiglingu í Hvítá og Skylagoon í Reykjavík. Síðan var ferðinni haldið Norður á land með stoppi í litabolta á Bakkaflöt, siglingu til Hríseyjar með Sævari og Gokart á Akureyri. Ferðin endaði svo á lasertag í Smáralind. Skemmtilegur útskriftarhópur sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni.
Hér má sjá myndir frá ferðinni.
-EH
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað