Barnakór Grunnskólans á Hellu stóð sig frábærlega þar sem þau komu fram á afar vel heppnuðum Aðventutónleikum þar sem fram komu að auki Kvennakórinn Ljósbrá, Karlakór Rangæinga, Hringurinn, Kirkjukór Odda og Þykkvabæjarkirkju og Harmonikusveit Suðurlands. Barnakórinn söng tvö lög einn og söng svo með í tveimur lögum í lokin með öllum hinum kórunum. Gleðin skein úr hverju andliti yngstu kórmeðlimanna og var gaman sjá þau skella sér á dansskóna þegar Harmonikusveitin byrjaði að spila. Fullt var út úr dyrum af tónleikagestum og er ljóst að Barnakórinn mun óska eftir að taka þátt á þessum tónleikum að ári. Mannlífsþátturinn Landinn var á staðnum og hvetjum við alla til að fylgjast með á sunnudagskvöldið kemur klukkan 19:50 á RUV en þar verður sýnt innslag frá tónleikunum.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað