Á föstudaginn var haldinn íþróttadagur á vegum Grænfánanefndar skólans. Það var gaman að sjá keppnisskapið brjótast fram í nemendum en greinarnar byggðust á að hver og einn gerði sitt besta og leggði sig fram fyrir sitt lið. Liðin voru blönduð af nemendum úr 1. - 10. bekk og var keppt til að mynda í kviðæfingum, í því að planka og í armbeygjum. Við þökkum Grænfánanefnd kærlega fyrir skipulagið á þessum skemmtilega degi.
Hér má einnig sjá fleiri myndir: Grænfánadagur/íþróttadagur 5. janúar 2024
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað