Í nýliðinni viku fengu allir nemendur skólans danskennslu. Það var hún Elín Birna sem sá um kennsluna og færum við henni bestu þakkir fyrir. Nemendur kynnast grunnsporum nokkurra algengra dansa sem Elín byggir ofan á eftir aldri og ættu því nemendur að vera vel dansfærir við lok skólagöngunnar. Á föstudaginn var svo haldin danssýning þar sem foreldrum var boðið að koma og endaði sú sýning á því að allir dönsuðu Fugladansinn og Hóký Póký saman, verulega skemmtilegt!
Smellið hér til að skoða myndir af æfingum og sýningunni,
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað