Nýliðin vika var heldur betur viðburðarrík í Grunnskólanum á Hellu. Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á miðvikudag þar sem nemendur komu saman á sal þar sem boðið var upp á skemmtilega dagskrá. Harpa Rún rithöfundur og ritstjóri heimsótti okkur, Ómar Azfar sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar 2022 flutti sigurverkið sitt ásamt því að æfingar 7. bekkinga fyrir upplestrarkeppnina í ár hófust. Seinna um daginn fóru svo nemendur af miðstigi yfir á leikskólann þar sem lesnar voru ýmsar bækur fyrir leikskólabörnin.
Á föstudeginum var haldin rýmingaræfing sem gekk mjög vel.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað