Þann 15. maí fóru nemendur og starfsfólk miðstigs í vorferð en að þessu sinni var farið til Vestmannaeyja. Börn og starfsmenn tóku daginn extra snemma en rúta fór frá skólanum klukkan 6:45 svo þau næðu bátnum 8:15. Allt gekk það áfallalaust fyrir sig og öll mættu á réttum tíma í skólann. Í Vestmannaeyjum skoðuðu þau Sagnheima, sem er byggðasafn Vestmannaeyja, léku sér á Stakkagerðistúninu, fóru í sund og borðuðu nesti.
Það rættist ótrúlega vel úr deginum þó svo rignt hafi töluvert á köflum. Þrátt fyrir töluverða vætu var það fyrst og fremst gleði og samheldni sem einkenndu ferðina og það er óhætt að segja að það voru mjög sátt en þreytt börn sem stigu úr rútunni við heimkomu.
Hér má sjá myndir frá ferðinni
-EH
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað