Vorferð yngsta stigs

Miðvikudaginn 8. maí fóru nemendur og starfsfólk yngsta stig í vorferð. 

Ferðin byrjaði á heimsókn í Hellana við Hellu þar sem Stefán Smári tók vel á móti nemendum og starfsfólki. Hann sýndi þeim þrjá hella en börnin voru öll með vasaljós og gátu því lýst upp veggi hellanna og séð hvað þar hefur verið skrifað í aldanna rás. Eftir hellaskoðunina áhugaverðu snæddu börnin nestið sem þau höfðu meðferðis í frábærri aðstöðu við Hellana

Því næst var ferðinni heitið að Brúarlundi í Landssveit þar sem börnin óðu um í læknum og höfðu heldur betur gaman af enda lék veðrið við þau. Eftir buslið í læknum snæddu börnin grillaða hamborgara og fóru í leikinn "hoppað yfir lækinn" undir stjórn Ástu, áður en haldið var heim á leið.

Myndirnar tala sínu máli 

-EH