Vorhátíð 3. apríl

Vorhátíð skólans verður haldin í íþróttahúsinu á Hellu fimmtudaginn 3. apríl klukkan 17:30

Mikilvægir punktar:

  • Kennslu lýkur 12:55
  • Skóladagheimili opið til 15:00
  • Nemendur mæti aftur í skólann 17:00
  • Skólabílar sækja og keyra heim eftir vorhátíð (mikilvægt að láta bílstjóra vita ef barn nýtir ekki akstur)

Að venju mun 10. bekkur selja veitingar að sýningu lokinni. Boðið verður upp á kjúklingasúpu og meðlæti, kökur og kaffi. Ágóðinn fer í ferðasjóð nemenda.

Áður en sýning hefst klukkan 17:30 verða seldir miðar fyrir veitingum svo það er um að gera að mæta tímanlega.

Verð er eftirfarandi:

  • Fullorðnir: kr. 1.800.-
  • Börn á grunnskólaaldri: kr. 700.-, frítt fyrir yngri
  • Gos: kr. 350.-

Posi á staðnum