Símenntunarstefna
Það er stefna Grunnskólans á Hellu að allir starfsmenn hafi tækifæri til að þróa sig og efla í starfi bæði á skólatíma og utan hefðbundins skólatíma á fjölbreyttan hátt. Símenntun er hluti af starfsþróun sem miðar að því að auka og efla færni og þekkingu starfsmanna. Starfsþróun getur stuðlað að aukinni starfsánægju, haft jákvæð áhrif á árangur í starfi og minnkað líkur á kulnun eða brotthvarfi starfsfólks.
Starfsþróunaráætlun og símenntun kennara og starfsfólks
Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun og skal áætlunin unnin og kynnt starfsfólki árlega. Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, þróunaráætlun byggða á sjálfsmatsáætlun skólans og óskum starfsfólks. Hann kemur óskum um námskeið á framfæri við stjórnanda Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu sem hefur umsjón með símenntun starfsfólks skóla á þjónustusvæðinu.
Símenntun má skipta í tvo meginþætti: Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vega þættir sem starfsfólk metur æskilega eða nauðsynlega til að styrkja sig ístarfi. Starfsfólki ber að gera skólastjóra grein fyrir þeim þáttum í símenntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfi.
Símenntun starfsmanna telst öll formleg fræðsla eins og nám, námskeið, fræðsluerindi og fræðslufundir. Einnig telst óformleg fræðsla eins og vettvangsferðir, handleiðsla, kynningar á kennarafundum, heimsóknir í kennslustundir hjá samkennurum og skipulagðir leshringir til símenntunar.
Öllum kennurum Grunnskólans á Hellu er skylt að taka a.m.k. þátt í einu námskeiði á ári. Hér er m.a. átt við námskeið á vegum skólans, á vegum HÍ, Skólaþjónustunnar og sérgreinafélaga. Aðrir starfsmenn eru einnig hvattir til að sækja fagnámskeið hver á sínu sviði. Slík fagnámskeið og/eða fræðslufundir eru ákvarðaðir í samráði við skólastjórnendur.
Einstaklingar geta sótt símenntun sem hentar þeim persónulega. Sú menntun er fjármögnuð af skólanum ef ljóst er að hún tengist og nýtist í starfi þeirra við skólann. Að öðrum kosti geta einstaklingar sótt í endurmenntunarsjóði hjá stéttarfélögum sínum.
Skráning símenntunar
Mikilvægt er að hver og einn haldi utan um sína símenntun á þar til gerð eyðublöð sem skilað er inn til skólastjórnenda í byrjun hvers skólaárs. Þar sem símenntun er hluti af starfi starfsmanna, sérstaklega kennara, er það mjög mikilvægt hverjum og einum að hann hafi yfirlit yfir þá símenntun sem hann hefur tekið þátt í og aflað sér.
Ferli við gerð símenntunaráætlunar
Skólinn er aðili að símenntunaráætlun Skólaþjónustu Rangárvallaog Vestur-Skaftafellssýslu sem skipuleggur og gefur út áætlun fyrir haustönn og vorönn á hverju ári sem nálgast má á tengli hér að neðan.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað