Starfsmannastefna
Samkvæmt lögum nr. 66/1995 um grunnskóla og lögum nr. 86/1998 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, skulu allir kennarar grunnskóla hafa tilskilin réttindi. Rangárþing ytra hefur samþykkt starfsmannastefnu, jafnréttisáætlun og skipurit fyrir starfsemi sveitarfélagsins. Við Grunnskólann á Hellu starfa nú tuttugu og þrír kennarar með full kennsluréttindi. Kennarar og aðrir starfsmenn skólans eru valdir af kostgæfni, á þann hátt að menntun þeirra og framganga nýtist markmiðum skólans sem best.
Allir starfsmenn skólans skulu hafa undirstöðuþekkingu í skyndihjálp.
Öllum starfsmönnum skólans er skylt að gæta fyllsta trúnaðar í öllum þeim málum sem þeir fást við innan vébanda skólans.
Það er skylda hvers starfsmanns að upplýsa skólastjórnendur um einstök mál sem þurfa sérstaka meðhöndlun.
Allir starfsmenn eru hvattir til þess að sýna frumkvæði og ábyrgð í störfum sínum.
Starfsmönnum er skylt að taka fullan þátt í endurmenntunaráætlun skólans.
Allir starfsmenn eru kallaðir í starfsmannaviðtöl á hverju starfsári, þar sem farið er yfir starfið og framtíðarhorfur þess.
Við ráðningu fá allir starfsmenn í hendur starfsmannahandbók skólans
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað